Einkunnarorð Vesturkots eru Lífsgleði – Leikni – Leikur. Í einkunnarorðunum felst að lífsgleðin er höfð að leiðarljósi í skólastarfinu. Jafnframt eru börnin hvött til að tileinka sér það viðhorf til lífsins. Leiknin er þjálfuð í daglegu starfi með því að efla þroskaþætti barnanna á hvetjandi og glaðlegan hátt. Leikurinn er svo helsta kennslutækið til að þjálfa og miðla lífsgleði og leikni til barnanna.
Helstu áhersluþættir skólans er skapandi starf og opinn efniviður. Opinn efniviður er sá efniviður sem börnin geta sjálf bjargað sér með og skapa sjálf hvernig þau leika með hann. Með því eykst trú þeirra á eigin getu og hæfni.
Opinn efniviður styður við þroska barnanna og hæfni til sjálfstrausts og sjálfstæðis
- Hægt er að nota opinn efnivið á mjög fjölbreyttan hátt og engin ein úthugsuð útkoma er sú rétta
- Leikefni og efniviður sem nota má á hvern þann hátt sem börnin kjósa hverju sinni
- Leikefni sem hvetur til virkjunar ímyndunaraflsins og skapandi hugsunar.
- Börnin hljóta dýrmætt tækifæri til að treysta á eigið hugarflug og eigin getu
- Börnin öðlast reynslu í frumkvöðlahugsun og að engin ein rétt lausn sé til. Þeirra er að skapa hvað sem er út úr hinum einfalda efnivið er að hafa.
- Skapandi efniviður hvetur til samskipta og samleiks og hentar börnum afskaplega vel, dregur úr samkeppni og minnkar samanburð
- Sköpun eigin verks gefur sjálfstraust og löngun til að prófa og reyna.Tilraunastarfinu fylgir aukinn kraftur til að taka mistökum og æfa sig meira og meira.
- Það að verðlaus efniviður verður að einhverju allt öðru og skapandi hugsun fær að njóta sín á nýjan hátt, setur spurningarmerki við verðleysi. Endurvinnanleg efni eru líka notuð í frjálsum leik.
- Kennarar þurfa að sýna frumlega hugsun og vera fyrirmynd barnanna í að skapa starfið úr einföldum hlutum
- Kennarar eru í starfi sínu af lífi og sál og láta áhuga barnanna og gleði ráða för
Hér er myndband þar sem þið getið séð starfið í máli og myndum:
Myndband af starfi leikskólans
Það skiptir ekki öllu máli hvert viðfangsefnið og útkoman úr verkinu er. Ferlið, nálgun og vinna barnanna á meðan á verki stóð er það sem skiptir ekki síður máli. Þess vegna er mikilvægt að vinnan sé í höndum barnanna.