Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða umhverfismennt og umhverfisstefnu í skólum. Fánann fá skólar í kjölfar verkefna sem er ætlað að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál.

Leikskólinn Vesturkot fékk afhentan Grænfánann í fyrsta sinn árið 2014 og aftur árið 2016.

Skýrsla vegna umsóknar um grænfána 2016

Skýrsla vegna umsóknar um Grænfána 2014